131. löggjafarþing — 109. fundur,  13. apr. 2005.

Innheimta meðlaga.

689. mál
[15:41]

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Eins og fram kom í máli mínu áðan tel ég ýmis tormerki á því að fara þá leið sem hv. þingmaður leggur til, fyrst og fremst vegna þess að það mun væntanlega auka mjög umsvif þeirrar stofnunar sem hér um ræðir með tilheyrandi kostnaði og þá þarf að semja um það sérstaklega við sveitarfélögin.

Ég er hins vegar þannig gerður, hæstv. forseti, að ég vil ekki hafna því með öllu að ræða málið og er alveg tilbúinn til að beita mér fyrir því að stjórn Innheimtustofnunar sveitarfélaga ræði þessa hugmynd, en ég tel ekki sérstaka ástæðu til að beita mér fyrir því að það verði gert svo því sé skýrt svarað. Ég skal hins vegar beita mér fyrir því að það verði rætt.