131. löggjafarþing — 111. fundur,  14. apr. 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar.

732. mál
[16:15]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður spurði annars vegar um hvert magn meðaflans hefði verið á síðasta ári — ég er rýna hérna í tölurnar — ég held að ég þurfi að athuga þetta aðeins betur áður en ég svara þessu. Ég fer því í hitt sem spurt var um og það var hvernig ábyrgðin skiptist. Þeir bera auðvitað báðir jafnmikla ábyrgð ef báturinn fer út án þess að hafa heimildirnar. Kostnaðurinn við skeytin er bara vegna skeytanna og hann hefur verið — ég fer með það eftir minni — 6 eða 7 milljónir, það eru ekki tugir milljóna en það er á þessu bili og þessu er auðvitað hægt að svara í nefndinni.

Varðandi það að flokka aflann um borð og láta almennu regluna gilda þá er það ekki einfalt og kallar á nýjan tæknibúnað. Það getur því verið alveg eins gott að meta aflann á þann hátt sem hér er lagt til, alveg eins nákvæmt, og getur síðan leitt til þess ef einhver veruleg brögð verða að meðaflanum að menn sjái sér hag í að leggja í kostnað og breytingar á skipum til að nýta hann betur. Það kæmi þá ákveðin skilvirkni og verðmætaaukning út úr því.

Ég ætla aðeins að rýna betur í tölurnar áður en ég svara í síðara andsvari.