131. löggjafarþing — 111. fundur,  14. apr. 2005.

Umgengni um nytjastofna sjávar.

732. mál
[16:20]

sjávarútvegsráðherra (Árni M. Mathiesen) (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé eitthvað sem heitir „hlutlæg ábyrgð“ sem gerir það að verkum að refsivert getur verið fyrir einstakling að standa að broti á vegum fyrirtækis, en klárlega er það auðvitað skipstjórinn. Það leggur ekkert skip úr höfn án þess að skipstjórinn taki ákvörðun um það, hann er yfirmaður um borð og eðlilegt að hann sé ábyrgur fyrir þessu eins og öðru sem að skipinu snýr.

Varðandi spurninguna um hversu mikill meðaflinn hafi verið þá hefur því verið svarað í fyrirspurnatíma. Árið 2004 var annars vegar um að ræða 2.094 tonn af ufsa og hins vegar 1.686 tonn af þorski. Árið 2003 var um að ræða 1.605 tonn af ufsa og 156 kíló af þorski. Það hefur því orðið aukning á þessu tímabili, en þetta kom fram í svari á þskj. 426 sem er 313. mál á yfirstandandi þingi.