131. löggjafarþing — 111. fundur,  14. apr. 2005.

Rannsóknarmiðstöð á sviði landverndar og landgræðslu.

250. mál
[18:54]

Flm. (Ísólfur Gylfi Pálmason) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hef hvorki rætt þessi mál við fyrrverandi utanríkisráðherra né núverandi utanríkisráðherra og reyndar ekki heldur við landbúnaðarráðherra. En ég er viss um að þessir menn eru miklir áhugamenn um landgræðslu, skógrækt o.fl. þannig að ég er alveg viss um að við getum selt þeim þessar hugmyndir.

Auðvitað kostar þetta allt peninga en þarna er um vísindastörf að ræða. Þarna er um ræða störf sem geta skipt miklu máli fyrir þessar stofnanir og fyrir landsbyggðina, það skiptir máli að háskólamenntað fólk geti sótt sér störf úti á landsbyggðinni. Þó að ég hafi ekki rætt þetta við mína ágætu félaga er ég viss um að ég get selt þeim þessa hugmynd.