131. löggjafarþing — 112. fundur,  18. apr. 2005.

Skipan ferðamála.

735. mál
[17:03]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Það eru ákveðin tímamót núna sem verða kannski allt of oft, Sjálfstæðisflokkurinn er að stofna enn eina stjórnsýslustofnunina. Ég hélt að nóg væri komið. Ég spyr því hæstv. ráðherra hvers vegna hann eftirláti ekki stjórnsýsluhlutverk þessarar stofnunar öðrum stofnunum sem eru þegar í landinu, og þá á ég við sýslumennina. Það er auðvelt að bæta á þá verkefnum í staðinn fyrir að búa til enn eina eftirlitsstofnunina. Ég átta mig í rauninni ekki á því hvað Sjálfstæðisflokkurinn er að fara með þessu. Það er Fiskistofa, nú er Ferðamálastofa og hvað verður næst?