131. löggjafarþing — 113. fundur,  19. apr. 2005.

Fjarskipti.

738. mál
[15:06]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég ætlaði einmitt að halda áfram og spyrja hæstv. samgönguráðherra út í hlerunaráráttuna. Það kemur fram í 7. gr. frumvarpsins að um er að ræða lágmarksskráningu, þetta sé algert lágmark þannig að e.t.v. er ætlunin að gera eitthvað að hámarki. Í þessu lágmarki sem á að skrá eru víðtækar upplýsingar, m.a. öll tölvunotkun einstaklings, allar tengingar notandans, tímasetningar, tímalengd, hverjum hann tengist og hvaða gögn hann er að sækja. Mér finnst þetta vera svolítið sérstætt.

Hæstv. ráðherra kom inn á athyglisverðan punkt, þann að það væru ástæður fyrir þessu. Mér finnst kominn tími til að hæstv. ráðherra geri grein fyrir ástæðunum þannig að þær liggi ljósar fyrir áður en frumvarpið verður samþykkt. Mér finnst það vera lágmarkið. Þessi lágmarksskráning er mjög víðtæk og maður veltir fyrir sér hvað eigi að ganga langt.