131. löggjafarþing — 114. fundur,  20. apr. 2005.

Reiðþjálfun fyrir fötluð börn.

757. mál
[14:51]

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F):

Herra forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda og þeim sem hafa tekið til máls fyrir umræðuna um þetta mál. Ég tek undir það sem fram hefur komið að hér er um mjög gott mál að ræða og ég tek undir það sem kom fram hjá hv. fyrirspyrjanda að ánægja þeirra sem hafa notið þessarar þjálfunar er mikil. Ég hef í raun ekkert við það að bæta sem ég sagði í svari mínu. Við erum að skoða þetta mál í ráðuneytinu og við þurfum að skoða þetta með tilliti til þess hvaða svigrúm við höfum. En ég held að engum blandist hugur um að hér er um mjög jákvætt mál að ræða og ég heyri að þeir þingmenn sem hafa tekið þátt í umræðunni eru þeirrar skoðunar og ég þakka það.