131. löggjafarþing — 116. fundur,  20. apr. 2005.

Framkvæmd vegáætlunar.

737. mál
[17:37]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl):

Hæstv. forseti. Við höfum verið að leggja á það mikla áherslu á undanförnum árum að takast á við ýmsar lagfæringar á vegakerfinu sem einkum snúa að einbreiðum brúm, hættulegum köflum, svokölluðum svartblettum, o.s.frv.

Ég verð að segja, hæstv. forseti, að ég undrast svolítið hversu hægt okkur miðar þó að vissulega sé verið að vinna við einbreiðar brýr og annað slíkt. Þarna er oft á tíðum ekki um framkvæmdir að ræða sem kalla á mjög mikið fé og heldur ekki mjög flókna hönnun þegar verið er að skipta út einbreiðum brúm, búa til ræsi eða jafnvel nýjar brýr þar sem er um tiltölulega litlar framkvæmdir að ræða. Ég undrast það að við skulum ekki fara hraðar (Forseti hringir.) í þessum verkum.