131. löggjafarþing — 119. fundur,  29. apr. 2005.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:44]

Ögmundur Jónasson (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þá spyr ég: Hvaðan á skrifstofan að njóta styrkja? Ekki fær hún mikið fjármagn frá Öryrkjabandalaginu. Varla frá Amnesty International, sem er ekki aflögufært eða Barnaheill. Þannig mætti áfram telja. Frá Hjálparstarfi kirkjunnar? Rauði krossinn lumar hugsanlega á einhverri krónunni, en fjárstuðningur verður að sjálfsögðu að koma frá opinberum aðilum enda sinnir stofnunin verkefnum sem við Íslendingar viljum að sé sinnt, að sómasamlega sé gengið frá skýrslum um mannréttindamál sem sendar eru til Sameinuðu þjóðanna og sendar eru út í heim, auk þess sem stofnunin sinnir mikilvægu fræðsluhlutverki.

Ég tel að það eigi að koma fjárstuðningur frá hinu opinbera en hins vegar eigi að búa svo um hnútana að skýr skil séu á milli framkvæmdarvaldsins og þessarar stofnunar að þessu leyti.

Varðandi, aðeins í (Forseti hringir.) örfáum orðum, aðkomu stéttarfélaganna þá tel ég mjög (Forseti hringir.) mikilvægt að hún sé tryggð og öllum til hagsbóta, að réttindum þeirra sem sendir á vettvang til að sinna öryggisstörfum.