131. löggjafarþing — 119. fundur,  29. apr. 2005.

Utanríkismál, munnleg skýrsla utanríkisráðherra.

[11:49]

Sólveig Pétursdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér finnst furðulegt þegar hv. þingmaður reynir að halda því fram að hér sé um útúrsnúning að ræða. Hann er þá sjálfur með útúrsnúninga þegar hann talar um að hægt sé að skilja að málefni einstaklinga og réttindamál þeirra og svo starfsemi Íslensku friðargæslunnar. Það er staðreynd að hv. þingmenn Vinstri grænna hafa fundið starfsemi Íslensku friðargæslunnar allt til foráttu og það þarf ekki annað en að fletta upp í ræðum þingmanna á hinu háa Alþingi til að sjá hvaða afstöðu þeir hafa til þessara mála. Og þeir hafa aldrei viljað viðurkenna mikilvægi þeirrar starfsemi við enduruppbyggingarstarf og lýðræðisþróun í ríkjum sem á því þurfa að halda, eins og í Afganistan og öðrum ríkjum.

Hæstv. forseti. Ég vísa þessari ræðu hv. þingmanns algjörlega til föðurhúsanna. Afstaða hv. þingmanna Vinstri grænna hefur komið skýrt fram í (Forseti hringir.) sölum Alþingis.