131. löggjafarþing — 122. fundur,  4. maí 2005.

Hreinsun stranda og hafnarsvæða af skipsflökum.

752. mál
[12:58]

umhverfisráðherra (Sigríður A. Þórðardóttir) (S):

Frú forseti. Ég þakka hv. þm. Guðmundi Hallvarðssyni fyrir að hreyfa þessu máli. Það er alveg ljóst að þetta er töluvert verkefni. Þetta voru grundvallarspurningar sem hann velti hér upp um það hverjir eiga að greiða fyrir aðgerðir af þessu tagi. Það er auðvitað grundvallarspurning. Hann nefndi einnig að jafnvel væri eðlilegt að setja einhver úreldingargjöld á skip eða gera útgerðum skylt að fjarlægja þau þegar hætt er að nota þau og þau fjarlægðu þau þá til förgunar.

Það er unnið að þessum málum mjög markvisst og tillögurnar liggja fyrir innan tíðar þannig að þessi mál eru í ágætum farvegi. Ég vænti þess að viðunandi lausnir finnist.