131. löggjafarþing — 123. fundur,  4. maí 2005.

Stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegs.

583. mál
[16:50]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. formanni sjávarútvegsnefndar fyrir greinargóðar og málefnalegar upplýsingar við þessa umræðu. Ég geri ekkert lítið úr þeim orðum sem hér féllu af hans hálfu um það hvernig við þyrftum e.t.v. að taka á einhverri lagabreytingu að því er varðar þennan sjóð. Út af fyrir sig hafna ég því ekki ef menn þurfa eitthvað að laga til en ég vara hins vegar við því, og ætla bara að segja það sem mitt lokasvar í þessu, að við opnum þetta svo mikið að það megi nánast gera hvað sem er með sjóðinn.