131. löggjafarþing — 123. fundur,  4. maí 2005.

Stofnun hlutafélags um síldarútvegsnefnd og stofnun sjóða í þágu síldarútvegs.

583. mál
[17:18]

Frsm. sjútvn. (Guðjón Hjörleifsson) (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Þessi sjóður er á forræði eigenda. Hann er á forræði þeirra sem hafa greitt í hann. Það er stjórn síldarútvegsmanna sem fer með yfirráð yfir sjóðnum og þeir hafa alfarið ákvörðunarvald um það í hvað þeir setja þessa peninga. Við erum bara að gera breytingu út af skipulagsskrá, það er verið að breyta skipulaginu og setja meiri peninga í rannsóknir og annað, t.d. nýsköpun. Það er verið að víkka út starfsemina.