131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Landbúnaðarstofnun.

700. mál
[18:01]

Frsm. meiri hluta landbn. (Drífa Hjartardóttir) (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er eiginlega alveg undrandi yfir þessari fyrirspurn hv. þm. Sigurjóns Þórðarsonar. Það er ekki nein grundvallarbreyting í rauninni með þessu frumvarpi. Með því er verið að færa saman stofnanir sem hafa verið undir landbúnaðarráðuneytinu í eina stofnun og þar með þetta eftirlit sem hefur verið með matvælum. Ég sé ekkert að því að það sé þarna undir. (Gripið fram í.) Ja, þetta er bara það sama kerfi og verið hefur og ég sé enga ástæðu til að breyta því og er mjög íhaldssöm í þessum efnum.