131. löggjafarþing — 124. fundur,  6. maí 2005.

Landbúnaðarstofnun.

700. mál
[18:49]

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Herra forseti. Svo að ég beri blak af þeim ágæta dýralækni sem sendi þessa góðu umsögn, og því miður veit ég sem er að það er margt til í henni og ég veit einnig að það vantar reglugerð til að fara eftir. Ég held að þar standi upp á hæstv. landbúnaðarráðherra að koma með nánari reglugerð um hvernig þessir flutningar eigi að fara fram. Þá er ég sannfærður um að ekki stendur á þessum duglega dýralækni í Búðardal að fara eftir þeim reglum. Ég tel að þar sé pottur brotinn. (Gripið fram í.) Það er hann, dýralæknirinn.