131. löggjafarþing — 125. fundur,  7. maí 2005.

Skattskylda orkufyrirtækja.

364. mál
[10:57]

Lúðvík Bergvinsson (Sf):

Virðulegi forseti. Það frumvarp sem hér er ætlunin að afgreiða gerir ráð fyrir því að leggja áfram auknar álögur á almenning í þessu landi. Hér er um enn eitt skattahækkunarfrumvarpið að ræða og ekki aðeins það, það er ekki aðeins að það eigi að leggja álögur á almenning í landinu heldur einnig að ná til baka stórum hluta þeirra fjármuna sem sveitarfélögin náðu í nýgerðu samkomulagi við ríkisvaldið um að reyna að bæta þeirra stöðu. Það er því ekki aðeins það að hér sé verið að leggja skatta á almenning heldur á að ná þeim fjármunum síðan frá sveitarfélögunum til baka sem nýgert samkomulag gerir ráð fyrir.

Hér er um alveg fráleita stefnu að ræða, virðulegi forseti. Í umræðum hefur komið fram að fyrst og fremst á hér að vega að starfsemi Orkuveitu Reykjavíkur og starfsemi borgarstjórnar í Reykjavík, virðulegi forseti. Við munum ekki að standa að því (Forseti hringir.) að styðja við bakið á ríkisstjórninni í svona aðgerðum og segjum því nei.