131. löggjafarþing — 128. fundur,  9. maí 2005.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

592. mál
[18:03]

viðskiptaráðherra (Valgerður Sverrisdóttir) (F) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég er sérstaklega ánægð með að hv. þm. skyldi segja að þessi stofnun mundi sinna neytendamálum. Það hafa ekki allir verið sammála um það. Það var góð yfirlýsing.

Hvað það varðar að fara aðrar leiðir í þessu þá hefur ýmislegt verið skoðað. Ég skil alveg hvað hv. þingmaður á við í sambandi við Neytendastofuna, að þetta ætti bara að vera ein stofnun og hugsanlega væri þessi talsmaður eða umboðsmaður framkvæmdastjóri Neytendastofu. Það væri svo sannarlega ekki út í hött en við förum af stað með þetta svona og við skulum sjá til hvað setur. Ég er þokkalega bjartsýn.