131. löggjafarþing — 128. fundur,  9. maí 2005.

Almannatryggingar.

587. mál
[20:42]

Ásta R. Jóhannesdóttir (Sf):

Herra forseti. Mig langar bara, áður en við ljúkum umræðum um þetta þingmál, að spyrja hv. framsögumann þessa nefndarálits hvernig á því stendur að það kemur ekki fram í nefndarálitinu að hv. þm. Pétur Blöndal hafi verið viðstaddur afgreiðslu málsins en verið á móti því? (PHB: Það er aldrei gert.) Mér hefði fundist full ástæða til þess. (PHB: Mér líka.) Það er tínt til hverjir eru fjarverandi og hverjir eru viðstaddir og hverjir eru með fyrirvara. En þegar ákveðinn þingmaður er á móti málinu og er ekki með sérálit þá hefði mér fundist full ástæða til að það kæmi fram að hv. þingmaður væri á móti málinu.