131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Samkeppnislög.

590. mál
[10:55]

Guðjón A. Kristjánsson (Fl) (um atkvæðagreiðslu):

Hæstv. forseti. Þessi frumvörp stefna til þess að auka áhrif ráðherra til handstýringar á samkeppnismálum ef ráðherrum líkar ekki málsmeðferð hjá styrktaraðilum sínum við rannsókn og úrskurði við samkeppnisbrotum. Hér er gengið gegn hagsmunum neytenda og við í Frjálslynda flokknum höfnum þessari málsmeðferð.