131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Neytendastofa og talsmaður neytenda.

592. mál
[11:12]

Guðmundur Árni Stefánsson (Sf):

Herra forseti. Það er vissulega með miklum trega sem ég þarf að greiða atkvæði gegn þeirri hugmyndafræði sem vonandi liggur hér að baki, að efla neytendavernd og setja á talsmann neytenda. Þetta er mjög í anda þess sem við jafnaðarmenn höfum talað fyrir um langt árabil en þegar lagasmíðin er með þeim hætti að ekki verður við unað er mér nauðugur einn kostur að segja nei.