131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Samgönguáætlun fyrir árin 2005--2008.

721. mál
[11:39]

Mörður Árnason (Sf) (um fundarstjórn):

Forseti. Ég vil auðmjúklegast segja frá því að áður en atkvæðagreiðslunni lauk en eftir að ég hafði greitt atkvæði gaf ég merki. Forseti var að vísu að horfa annað en það er oft þannig að aðstoðarmenn forseta við púltið taka eftir þessu og láta forseta vita. Það virðist hafa láðst að gera það að þessu sinni og ég ætla ekki að tefja fundinn frekar en orðið er með þeim mistökum forseta en kem kannski að efni máls í atkvæðaskýringu á eftir.