131. löggjafarþing — 132. fundur,  11. maí 2005.

Virðisaukaskattur o.fl.

697. mál
[11:52]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Hér er verið að fella alfarið niður virðisaukaskatt á vetnisbifreiðar og tvöfalda afslátt á vörugjöldum af rafmagns- og metanbifreiðum. Hvort tveggja er liður í rannsóknum og tilraunum til að vinna gegn gróðurhúsaáhrifum.

Tilraunir með vetnisbifreiðar eru mjög umfangsmiklar hér á landi og þar er um eina tegund rafgeymis að ræða sem keppir við ýmsar tegundir rafgeyma og liggur eðlilega ekki fyrir hvaða lausn eða lausnir verða ofan á. Þetta frumvarp er þó veigamikil forsenda þessara tilrauna og ég segi já.