131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Frestun á fundum Alþingis.

816. mál
[12:20]

Kristinn H. Gunnarsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Já, ég tek undir það sem fram kom hjá hv. þingmanni, það er auðvitað ekki hægt að fara að breyta því í dag sem við ákváðum í haust, að ljúka þinginu 11. maí.

Við verðum að ræða málið tímanlega til að geta komið okkur saman um nauðsynlegar breytingar áður en næsta þing hefst 1. október. Það tel ég að menn eigi að gera, og það gera menn ekki nema hefja þá umræðu hér í þingsalnum.

Ég tel það góða tillögu og ágæta niðurstöðu af þessari umræðu, ef það verður, að formenn þingflokka ræði saman um þetta málefni, og forsætisnefnd þingsins í samráði við formenn þingflokka reyni að vinna áfram að samkomulagi um breytingar á starfsháttum þingsins.