131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Olíugjald og kílómetragjald.

807. mál
[20:49]

Frsm. meiri hluta efh.- og viðskn. (Pétur H. Blöndal) (S):

Frú forseti. Ég mæli fyrir nefndaráliti á þskj. 1397 um frumvarp til laga um breyting á lögum nr. 87/2004, um olíugjald, kílómetragjald o.fl., frá meiri hluta hv. efnahags- og viðskiptanefndar.

Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Ingvar Má Pálsson frá fjármálaráðuneyti. Meiri hlutinn leggur til að frumvarpið verði samþykkt óbreytt.

Hv. þm. Ögmundur Jónasson skrifaði undir álitið með fyrirvara og áskilur sér rétt til að leggja fram og styðja breytingartillögur við málið.

Undir nefndarálitið rita hv. þingmenn Pétur H. Blöndal, Dagný Jónsdóttir, Birgir Ármannsson, Einar K. Guðfinnsson, Siv Friðleifsdóttir og Ögmundur Jónasson, með fyrirvara.