131. löggjafarþing — 133. fundur,  11. maí 2005.

Fjarskipti.

738. mál
[21:55]

Pétur H. Blöndal (S):

Herra forseti. Í kjölfar glæpa og voðaverka kemur yfirleitt krafa um ráðstafanir til verndar borgurunum, ráðstafanir sem oftast skerða frelsi og réttindi einstaklinga. Glæpamennirnir breyta vinnubrögðum sínum svo í samræmi við breyttar aðstæður en eftir situr einstaklingurinn með sífellt meiri skerðingu réttinda og persónufrelsis.

Ég vara við slíkri þróun sem endurspeglast í 9. gr. og segi nei.