132. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[14:35]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Ég tel að þetta sé mjög einfalt og mjög gott að hv. þingmaður spurði um þetta. Ég vænti þess að þingmenn geti sameinast um að samþykkja frumvarpið. Þá liggur fyrir mjög skýr vilji Alþingis um hvað gera skuli við fjármagnið. Við getum skipulagt framkvæmdina í framhaldi af því.

Auðvitað getur meiri hluti Alþingis ávallt breytt lögum. Ef meiri hluti Alþingis vill seinna meir breyta lögum og draga eitthvað af því til baka sem Alþingi hefur áður samþykkt þá liggur það ljóst fyrir. Mér finnst hins vegar afar ólíklegt að einhver vilji gera það. Við höfum samþykkt ýmsar áætlanir fram í tímann, vegáætlanir og margar fleiri áætlanir. Við byggjum á því og það hefur ekki verið til siðs að breyta því. Ég tel að með samþykkt frumvarpsins liggi vilji Alþingis skýrt fyrir.