132. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[14:39]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F) (andsvar):

Herra forseti. Það verða alltaf einhverjar breytingar í rekstri allra fyrirtækja. Ég ætla ekki að dæma um þær breytingar sem þarna hafa orðið. Það er hins vegar engin trygging fyrir því að engar breytingar yrðu ef ríkið stæði í rekstrinum. Mér finnst hv. þingmaður hafa mikla oftrú á ríkisrekstri. Mér virðist sem hann telji að með ríkisrekstri sé nánast allt fullkomið og alltaf geti allir verið ánægðir með ríkisrekstur. Ég held því ekki fram að alltaf verði allir ánægðir með ákvörðun þessa nýja fyrirtækis. En það er engin ástæða til að hafa þessa gífurlegu oftrú á rekstri í höndum ríkisins, að þar með sé allt tryggt til allrar framtíðar. Ég held að það sé misskilningur hjá hv. þingmanni.