132. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[15:14]
Hlusta

Arnbjörg Sveinsdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég held að við getum öll verið sammála um að vel hafi tekist til með sölu Símans. Með henni er leyst úr læðingi fé sem þjóðin á til að styrkja innviði samfélagsins. Hér er um það mikilvægan hluta af stjórn efnahagsmála að ræða að málið er sett fram í lagafrumvarpi. Það undirstrikar hve vel er staðið að efnahagsmálum í þessu landi, að gera þetta í lagaformi.

Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson var með miklar lögfræðilegar vangaveltur um þetta efni og hvort þetta væri heimilt. Af máli hans mátti samt ráða að honum fyndist það að mörgu leyti mjög skynsamlegt. En ég vil spyrja hv. þingmann: Hvernig hefði hann gert þetta með öðrum hætti?