132. löggjafarþing — 3. fundur,  5. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[15:38]
Hlusta

Kristján L. Möller (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Eins og við vitum hefur fé til vegaframkvæmda verið skorið niður um 2 milljarða í ár og á síðasta ári og næsta ári um aðra 2 sitt hvort árið eða 6 milljarða alls. Þá var líka sagt að þessum niðurskurði yrði mætt með auknu fé til vegaframkvæmda árið 2007, kosningaárið 2007. Hér er ráðstöfun Símapeninga upp á 3,7 milljarða til vegaframkvæmda í öllum kjördæmum landsins að mér sýnist árið 2007.

Spurning mín í þessu stutta andsvari, sem er reyndar aðeins lengra en ég hélt, það er tvær mínútur, það er ágætt, spurning mín til hæstv. utanríkisráðherra, fyrrverandi fjármálaráðherra, er þessi: Eru þessir 3,7 milljarðar peningar sem koma í staðinn fyrir þennan 6 milljarða kr. niðurskurð til vegamála eða má vænta þess að af tekjum ríkissjóðs og sérmörkuðum tekjustofnun Vegagerðarinnar komi aðrir peningar inn í staðinn fyrir 6 milljarða niðurskurðinn?