132. löggjafarþing — 4. fundur,  6. okt. 2005.

Fjárlög 2006.

1. mál
[15:54]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil minna hv. þm. Bjarna Benediktsson á að Sjálfstæðisflokkurinn hefur blásið út hið opinbera á umliðnum árum og það hefur ekki gerst í einu vetfangi heldur hefur þetta gerst smám saman, m.a. með æðardúnsfrumvarpinu sem Sjálfstæðisflokkurinn barðist mjög hart fyrir að ná í gegn. Síðan með skiptingu Samkeppnisstofnunar í tvær stofnanir og svona má lengi telja. Sjálfstæðisflokkurinn hefur smátt og smátt verið að blása út hið opinbera og ef við ætlum að ná tökum á þessu, þá vona ég að Sjálfstæðisflokkurinn gangi í lið með okkur í Frjálslynda flokknum, verður að gera þetta smám saman og vinda ofan af þessu og gefast ekki upp fyrir fram og segja: Það er hægt. Það er ekki hægt. Ég hef trú á því, hv. þingmaður.