132. löggjafarþing — 5. fundur,  10. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[17:50]
Hlusta

Magnús Stefánsson (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Hv. þm. Lúðvík Bergvinsson spyr eðlilega út í fjarskiptasjóðinn, hvernig hann sé hugsaður. Ég skal fúslega vera ærlegur og viðurkenna það fyrir hv. þingmanni að ég er kannski ekki rétti maðurinn til að svara því í smáatriðum. Það er gert ráð fyrir því að hæstv. samgönguráðherra leggi fram frumvarp um þennan fjarskiptasjóð þannig að það hefði verið eðlilegt að hæstv. samgönguráðherra svaraði því. Síðan er gert ráð fyrir því í grófum dráttum í greinargerð í þessu frumvarpi hvernig þetta er hugsað í útlínum en ég vísa til þess að ráðherra samgöngumála mun leggja fram frumvarp þar sem kveðið verður á um þetta.