132. löggjafarþing — 5. fundur,  10. okt. 2005.

Ráðstöfun á söluandvirði Landssíma Íslands hf.

3. mál
[19:22]
Hlusta

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þingmaður svaraði ekki spurningunni um hvort það væri rétt eða rangt að hagnaður eins væri tap annars, sem er mjög mikilvægt.

Varðandi það hvort við hugsum til langs tíma eða skamms tíma þá hverfa vaxtagreiðslur ríkissjóðs af þeim erlendu lánum sem greidd eru upp, 32 milljarðar, ekki til skamms tíma. Þær hverfa um alla framtíð. Um alla framtíð mun ríkissjóður ekki borga vexti af þeirri upphæð. Það er því ekki rétt að peningarnir séu einungis nýttir til skamms tíma. Auk þess er fjárfesting í heilsugæslu og ýmsu öðru líka fjárfesting til langframa.