132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Beiðni um utandagskrárumræðu.

[10:39]
Hlusta

Sigurjón Þórðarson (Fl):

Frú forseti. Ég þakka fyrir svörin en ég vil koma því að vegna þess að fram hefur komið í umræðunni að mörg mál bíði afgreiðslu, þá tókum við í Frjálslynda flokknum þá ákvörðun að biðja bara um eina umræðu, þá sem okkur þótti brýnust. Það er staða útflutningsatvinnugreinanna. Og mér finnst leitt þegar við erum að ræða um störf þingsins í alvöru að verið sé að tala um að það sé gert í einhverri geðvonsku eða væli. Ég hef ekki merkt það á neinum ræðumanni hér inni að svo hafi verið gert heldur finnst mér þetta hafa verið mjög þörf umræða sem hér hefur farið fram og þakka hæstv. forseta fyrir að hún ætlar að sýna okkur sanngirni og við munum láta reyna á það.