132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Afkomutrygging aldraðra og öryrkja.

4. mál
[11:03]
Hlusta

heilbrigðisráðherra (Jón Kristjánsson) (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Tölur þessar sem ég er með eru einfaldlega upp úr forsendum fjárlagafrumvarpsins. En við erum í viðræðum við Samtök aldraðra og markmiðið í þeim viðræðum er að komast að sameiginlegri niðurstöðu um þær tölur sem þau hafa sett fram. Það er alveg ljóst að við þurfum að tala einni tungu í því efni og það sagði ég í umræðum nýverið. Það er engin dauðasynd að fara yfir þær tölur. Það þarf að gera og ég hef sett af stað, og ríkisstjórnin, vinnu í því að fara yfir stöðu bótanna, fara yfir kjörin. Þar inni eru auðvitað skattamál líka sem heyra ekki undir ráðuneyti mitt reyndar, en við þurfum að gera þetta.

Deilan um launavísitöluna er þekkt, við höfum rætt um hana lengi.