132. löggjafarþing — 8. fundur,  13. okt. 2005.

Aðgerðir til að endurheimta efnahagslegan stöðugleika.

5. mál
[16:04]
Hlusta

Rannveig Guðmundsdóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Mér er illa brugðið. Ég átti ekki von á að hæstv. forsætisráðherra mundi bregðast við orðum mínum með því að segja þetta jákvæða þróun. Að sjálfsögðu er allt hlutfallslegt. Ef ég sel húsið mitt og kaupi annað dýrara er munurinn hlutfallslegur. Það skiptir ekki svo miklu máli fyrir mig að húsið mitt hafi hækkað í verði. Það skiptir fyrst máli ef ég sel það til að kaupa ódýrara eða til að gera eitthvað allt annað fyrir það.

En að tala um að það sé jákvæð þróun, þótt hægt sé að bjóða 90% lán, að vextir, miðað við verðbólgu, eru 10% og það skipti engu máli hvernig það líti út fyrir ungt fólk sem er að borga námsskuldir og ætlar að kaupa fyrstu íbúðina sína, mér er illa brugðið að heyra viðbrögð forsætisráðherrans.