132. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2005.

Gegnumlýsingartæki fyrir tollgæsluna.

100. mál
[14:39]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg):

Frú forseti. Í þessu sambandi vil ég spyrja hæstv. fjármálaráðherra hvort fyrirhugaðar séu úrbætur á aðstöðu tollafgreiðslunnar við höfnina á Seyðisfirði þar sem Norræna kemur að. En samkvæmt lýsingum sem við höfum fengið er þar nánast engin aðstaða. Þar er tollskoðað úti á götu, úti á plani. Þar eru menn berskjaldaðir fyrir veðri og vindum og engin aðstaða til að láta fara fram raunverulega tollskoðun eða eftirlit á því sem flutt er til landsins. Þegar menn fara í að skoða það betur er farangur fólks tættur upp úti á götu innan um annað fólk sem er að koma til landsins.

Aðstaðan er fullkomlega óviðunandi. Ég spyr hæstv. ráðherra hvort ekki séu aðgerðir af hans hálfu til að koma þessu í sómasamlegt horf.