132. löggjafarþing — 11. fundur,  19. okt. 2005.

Fræðslu- og símenntunarmiðstöðvar.

182. mál
[15:19]
Hlusta

Kjartan Ólafsson (S):

Herra forseti. Ég vil eins og aðrir þingmenn þakka fyrir þessa fyrirspurn og umræðuna sem hér hefur orðið. Mér sýnist það einboðið og að þverpólitísk samstaða sé um það að starf fræðslu- símenntunarstöðvanna verði endurskoðað. Við köllum auðvitað eftir því að jafnræði sé milli stöðvanna. Við þekkjum starfsemi slíkra stöðva í Suðurkjördæmi þar sem þær eru mjög öflugar en fá ekki nema lágmarksframlag til þessa verkefnis. Við viljum sjá að þarna sé samræmis gætt og þeim sé umbunað sem standa sig vel á þessu sviði. Ég hvet hæstv. menntamálaráðherra og hæstv. iðnaðarráðherra til að taka þetta mál til gagngerrar endurskoðunar og koma með heildarstefnu í málinu.