132. löggjafarþing — 12. fundur,  20. okt. 2005.

Tilkynning um dagskrá.

[10:32]
Hlusta

Forseti (Jónína Bjartmarz):

Forseti vill láta þess getið að tvær utandagskrárumræður verða í dag. Hin fyrri hefst nú strax á eftir áður en gengið er til dagskrár og er um þróun matvælaverðs. Málshefjandi er hv. þm. Rannveig Guðmundsdóttir. Hæstv. forsætisráðherra, Halldór Ásgrímsson, verður til andsvara.

Hin síðari hefst upp úr kl. 1.30 á nýjum fundi og er um skipulag ákæruvalds í kjölfar niðurstöðu Hæstaréttar. Málshefjandi er hv. þm. Lúðvík Bergvinsson. Hæstv. dómsmálaráðherra, Björn Bjarnason, verður til andsvara. Umræðurnar fara fram samkvæmt 1. mgr. 50. gr. þingskapa og standa í hálfa klukkustund hvor.

Þá vill forseti tilkynna að atkvæðagreiðslur verða á þingfundi sem hefst kl. 1.30.