132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Ritun sögu þingræðis á Íslandi.

[13:42]
Hlusta

Forseti (Sólveig Pétursdóttir):

Forseta finnst sérkennilegt að dregin sé í efa hæfni Þorsteins Pálssonar til að rita sögu þingræðis með vísan til stjórnmálaþátttöku hans. Forseti minnir á að hið merka rit Réttarsaga Alþingis var ritað af stjórnmálamanni, Einari Arnórssyni, sem hafði verið atkvæðamikill í íslenskum stjórnmálum sem ráðherra og þingmaður á fyrri hluta 20. aldar.

Fleiri fyrrverandi stjórnmálamenn og ráðherrar hafa annast ritun merkra fræðirita sem í dag eru talin til klassískra verka á sínu sviði. Forseti vísar því á bug öllum aðdróttunum um að Þorsteinn Pálsson geti ekki sinnt þessu verki af sóma og óhlutdrægni.