132. löggjafarþing — 13. fundur,  20. okt. 2005.

Þátttaka forseta í umræðu.

[13:58]
Hlusta

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Þessi umræða er mjög óvenjuleg eins og tekið var fram í upphafi hennar. Eitt af því sem reyndist óvenjulegt við hana var það að forseti tók efnislegan þátt í umræðunni úr forsetastóli. Það er ekki heppilegt. Raunar er sérstök regla í þingsköpum sem við því varar, skulum við segja. Ég vona að þetta gerist ekki aftur og minni enn á þá tillögu sem ég hef flutt um breytt þingsköp þegar svo háttar til sem nú hefur orðið.