132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Ferðasjóður íþróttafélaga.

24. mál
[15:50]
Hlusta

Flm. (Hjálmar Árnason) (F) (andsvar):

Frú forseti. Hv. þm. Jón Bjarnason má velja þessari þingsályktunartillögu þá einkunn sem hann kýs. Hann má kalla þetta sýndarmennsku ef honum sýnist svo. Þeir þingmenn sem að þessu standa eru bæði úr Framsóknarflokki, Sjálfstæðisflokki og frá Samfylkingu. Það virtist ekki vera áhugi á því meðal vinstri grænna að vera meðflutningsmenn okkar að tillögunni. Og það má hv. þingmaður vita að okkur er full alvara með þessu (Gripið fram í.) og það sem við erum að leita eftir, svo ég nefni það enn einu sinni við hv. þingmann, það er mikilvægt að hv. Alþingi móti sér þessa stefnu og það er það sem við erum að kalla fram. Þess vegna hef ég ekki getað skilið hvers vegna málið hefur ekki komist út úr nefnd því það hefur enginn komið með rök gegn þessu máli og það er það sem viljum láta reyna á núna. (JBjarn: Og hver er með meiri hluta?)