132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Ferðasjóður íþróttafélaga.

24. mál
[16:01]
Hlusta

Flm. (Hjálmar Árnason) (F) (andsvar):

Frú forseti. Þetta er nú eiginlega svona orðið hálffyndið, liggur mér við að segja. Ef þingmaðurinn er efnislega sammála þessu á hann bara að segja það en ekki að reyna að þyrla upp einhverju í kringum þetta. Svo að það sé enn einu sinni sagt: Þetta lýtur einungis að stefnumörkun og það er vísvitandi að ekki voru lagðar neinar tölur inn í þetta. Það er mjög auðvelt fyrir hvern sem er að svona slá á það. Ég bið samt hv. þingmann að fara varlega með þá tölu sem ég skaut á hér. Þetta eru ekki nákvæm vísindi. Þessu er menntamálaráðuneytinu ætlað að vinna, eins og ég nefndi áðan, með íþróttahreyfingunni. Við eigum ekkert að þurfa að þyrla svona upp, eins og mér fannst hv. þingmaður gera.

Ég fagna hins vegar stuðningi hans við efni málsins og vænti þess að frjálslyndir muni styðja það. Ég hef hins vegar ekki orðið var við að frjálslyndir hafi óskað eftir því að koma inn á málið eins og sumir af meðflutningsmönnum gerðu. (MÞH: Hefur þeim verið boðið það?) Þeir óskuðu eftir því að fyrra bragði.