132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Ferðasjóður íþróttafélaga.

24. mál
[16:09]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Það kom fram í máli hv. þingmanns Dagnýjar Jónsdóttur að hún skildi ekki hvers vegna þessi þingsályktunartillaga sem nyti svona mikils fylgis hefði ekki komist í gegn á síðasta þingi. Það er skoðun þess sem hér stendur að það sé einfaldlega af því að flutningsmennirnir fylgdu henni ekki eftir. Ég spyr: Hyggst hv. þingmaður Dagný Jónsdóttir fylgja þessari tillögu eftir og alla leið, alla vega í gegnum menntamálanefnd þó ekki væri meira? Hversu mikið reyndi hv. þingmaður sem nefndarmaður í menntamálanefnd að koma þessari tillögu í gegnum nefndina? Hversu oft reyndi hv. þingmaður að koma henni á dagskrá og hversu oft tók hv. þingmaður til máls um þessa tillögu?