132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Ferðasjóður íþróttafélaga.

24. mál
[16:11]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég fagna því að að þessu sinni ætlar hv. þingmaður Dagný Jónsdóttir að reyna að fylgja tillögunni alla leið. En hún svaraði ekki öllum spurningum.

Kom þetta einhvern tíma á dagskrá í menntamálanefnd síðast? Ef ég man rétt þá var það einu sinni rétt í restina og það var ekki að beiðni hv. flutningsmanna. Hversu mikið reyndu hv. flutningsmenn til þess að koma tillögunni áfram í gegnum menntamálanefnd? Að mínu viti voru engar tilraunir gerðar. En það er að sjálfsögðu algjört frumskilyrði fyrir því að leggja þetta hér enn og aftur fram og að lofa mönnum, sjálfboðaliðum úti um allt land, að þetta fari í gegn að flutningsmenn sjálfir noti þá aðstöðu sem þeir hafa í menntamálanefnd til að vinna að framgangi málsins. (SigurjÞ: Eðlilega.)