132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Ferðasjóður íþróttafélaga.

24. mál
[16:22]
Hlusta

Valdimar L. Friðriksson (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég vísa þessum orðum um geðillsku mína á bug, það er greinilegt að hv. flutningsmaður er kominn í einhverja varnarstöðu.

Varðandi setu mína sem varaþingmaður í menntamálanefnd þá var þetta mál tvisvar tekið fyrir og í seinna skiptið var það vegna beiðni frá mér. Það er ekki flóknara en það. Ég hef talað hér alveg skýrt að ég sé meðmæltur þessu máli. Ég er hins vegar ekki meðmæltur því hvernig menn unnu það á síðasta þingi. Það er alveg skýrt að flutningsmenn tillögunnar þá reyndu ekki sitt ýtrasta til að koma henni alla leið. Já, væntingar. Þessi tillaga skapar væntingar og ef menn fylgja tillögum ekki fast eftir, sínum eigin tillögum í nefndum sem þeir sitja í, finnst mér þeir vera að vekja falskar vonir.