132. löggjafarþing — 14. fundur,  3. nóv. 2005.

Kostir og gallar færeyska fiskveiðistjórnarkerfisins.

27. mál
[18:32]
Hlusta

Guðjón Hjörleifsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það vekur athygli mína að hv. þm. Magnús Þór Hafsteinsson svarar ekki því sem ég sagði um Samfylkinguna og túlkun hans á þeim hugsunarhætti og þeirri breytingu sem orðin er, þegar hann túlkaði ræðu formanns Samfylkingarinnar, hv. þm. Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur. Ég tel að okkar kerfi sé langtum betra en færeyska kerfið og við eigum að vera stolt af því. Ekkert kerfi er svo gott að ekki megi taka það og sníða af því hnökrana og það er alltaf verið að gera það annað slagið. Aðrar þjóðir sem horfa til okkar í þessum efnum telja kerfið okkar mjög öflugt og eru farnar að breyta í rétta átt.