132. löggjafarþing — 16. fundur,  7. nóv. 2005.

Stefna ríkisstjórnarinnar í velferðarmálum.

[15:07]
Hlusta

forsætisráðherra (Halldór Ásgrímsson) (F):

Frú forseti. Hjúkrunarheimili veita ákveðna grunnþjónustu og mér er ekki kunnugt um að hægt sé að kaupa einhverja viðbótarþjónustu inn á þessi hjúkrunarheimili. Hitt er svo annað mál að auðvitað getur hver og einn keypt ýmislegt í þessu lífi sem aðrir geta ekki en það er gengið út frá því að hjúkrunarheimilin veiti ákveðna grunnþjónustu. Nýlega fór fram mjög góð úttekt á þessu máli af hálfu Ríkisendurskoðunar og ég held að það sé nauðsynlegt fyrir Alþingi að fara yfir þessa úttekt sem ég sé ekki betur en að sé mjög vönduð og m.a. leggja hana til grundvallar í áframhaldandi umræðu um þennan mikilvæga málaflokk.