132. löggjafarþing — 19. fundur,  10. nóv. 2005.

Hreyfanleiki starfsfólks og þjónustu eftir stækkun ESB.

[11:01]
Hlusta

félagsmálaráðherra (Árni Magnússon) (F):

Hæstv. forseti. Ég þakka hv. málshefjanda enn og aftur fyrir að taka þetta mál upp á Alþingi og hv. þingmönnum fyrir umræðuna. Ég vil við lok hennar ítreka að á næstu vikum og mánuðum verður í samráði við aðila vinnumarkaðarins unnið að mati á því hvað skynsamlegast verði í stöðunni eftir 1. maí nk., hvort áfram verði beitt aðgangstakmörkunum gagnvart hinum nýju íbúum EES-ríkjanna eður ei. Verði sú niðurstaðan mun það mál verða lagt fram á Alþingi á komandi vori í formi lagafrumvarps og fá hér þá umræðu sem því ber, hæstv. forseti.