132. löggjafarþing — 19. fundur,  10. nóv. 2005.

Skýrsla Ríkisendurskoðunar 2004.

[11:18]
Hlusta

Sólveig Pétursdóttir (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Þessar ábendingar hv. þingmanns eru skýrari núna fyrir mér. Ábendingar hans varðandi aðrar skýrslur eru í raun mál sem hafa verið rædd lengi innan þingsins. Ég tel ósköp eðlilegt að þetta sé rætt í tengslum við hugsanlegar breytingar sem verða gerðar á þingsköpum Alþingis. Ég held að það sé réttur farvegur á milli flokka.

En varðandi það sem hann nefndi um ábendingar ríkisendurskoðanda um siðareglur þá ég gat þess áðan að ég mun leggja það til að skýrsla Ríkisendurskoðunar fari til formlegrar meðferðar í einni af nefndum þingsins, t.d. fjárlaganefndar. Hv. þingmaður hefur einmitt átt sæti í þeirri nefnd og getur því beitt áhrifum sínum þar til að ræða þetta mál.