132. löggjafarþing — 19. fundur,  10. nóv. 2005.

Vegagerð um Stórasand.

43. mál
[16:08]
Hlusta

Jón Bjarnason (Vg) (andsvar):

Herra forseti. Það má velta öllu mögulegu fyrir sér hafi maður fullar hendur fjár, geti leikið sér eins og manni sýnist með að búið sé að leggja alla þá nauðsynlegu vegi í byggð, gera þá bæra til að taka þá umferð sem þar er, vera búinn að gera örugga vegi á milli og innan héraða, á Vestfjörðum, norður um Strandir, Húnavatnssýslur, Skagafjörð, norður um Norðausturland, Austfirði, upp um Suðurland. Ég tel að verkefnið sem á að takast á við sé alfarið þarna og að ekki eigi að vera að drepa umræðunnni á dreif í þessum efnum.

Það er eðlilegt að það sé góður ferðamannavegur yfir Kjalveg sem er fær að sumrinu og allt gott um það en hin raunverulegu heilsárssamgöngumannvirki eru í byggð.